fbpx
Vinnuslys | Skaða- og slysabætur | Bótaréttur
15973
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-15973,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-title-hidden,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,qode-theme-ver-17.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-5.6,vc_responsive

Bætur vegna vinnuslysa

Vinnuslys er ekki bara slys sem eiga sér stað á eiginlegum vinnustað heldur einnig slys sem eiga sér stað á leið í eða úr vinnu eða þegar þú ert að sinna verkefnum fyrir vinnuveitanda úti í bæ. Telst það með ef þú skutlar barni á leikskólann á leið til vinnu eða kemur við í búðinni á leiðinni heim? Hvað með hádegishlé? Sem launþegi ertu eða áttu með réttu að vera slysatryggður, sú trygging ræðst af þínum kjarasamningi en þú gætir einnig átt rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands ef þú verður metinn til örorku að 10% eða hærra. Þá er sumum starfsstéttum veittur ríkari réttur á grundvelli sérstakra laga ef þeim er almennt búin meiri hætta á að verða fyrir líkamstjóni í vinnunni, eins og starfsfólk lögreglunnar, fangaverðir, fólk í sjómennsku eða í umönnunarstöfum þar sem hætta er á atlögu skjólstæðinga. Hér getur einnig reynt á skaðabótaábyrgð vinnuveitanda, hvort slys sé honum um að kenna, starfsmönnum hans eða hvort starfsaðstæður hafi verið óviðunandi? Tilkynnti vinnuveitandi slysið til Vinnueftirlitsins og Sjúkratrygginga Íslands eins og honum bar eða lögreglunnar eftir vikum? Atvikin geta verið æði mörg.

 

Við erum tilbúin að vinna að þínu máli með þér.

Tímabundið atvinnutjón

Bætur fyrir tekjutap frá slysdegi og þar til tjónþoli verður vinnufær aftur eða ef ekki er að vænta frekari bata. Sá sem er heimavinnandi getur einnig átt rétt til bóta samkvæmt þessum bótalið enda ber að leggja heimilisstörf að jöfnu við störf utan heimilis.

Þjáningabætur

Staðlaðar bætur fyrir þann tíma sem tjónþoli telst vera veikur vegna slysaáverkanna.

VARANLEGUR MISKI

Staðlaðar bætur með hliðsjón af því hversu miklir slysaáverkarnir eru út frá læknisfræðilegu sjónarmiði svo og með hliðsjón af þeim erfiðleikum sem þeir valda í lífi tjónþola.

VARANLEG ÖRORKA

Bætur fyrir framtíðartekjutap vegna varanlegrar skerðingar á aflahæfi sem slysaáverkarnir hafa í för með sér og reiknast út frá aldri tjónþola og tekjum hans síðastliðin þrjú ár fyrir slysið. Miðað er við ákveðin lámarkslaun í þeim tilfellum, sem tjónþoli hefur verið tekjulítill síðastliðin þrjú ár fyrir slys.

Uppgjör vegna vinnuslys

Uppgjör fer eftir því hvort sök sé til að dreifa hjá vinnuveitanda eða ekki. Ef slysið er aðeins bótaskylt úr slysatryggingu launþega og eftir atvikum hjá Sjúkratryggingum Íslands á tjónþoli rétt á dagpeningum og bótum fyrir læknisfræðilega örorku.

Ef slysið er hins vegar rakið til atvika sem vinnuveitandinn ber ábyrgð á fer um uppgjörið eftir skaðabótalögum nr. 50/1993.

Hér er um tvenns konar bætur að ræða, annars vegar vegna tímabundinna afleiðinga og hins vegar vegna varanlegra afleiðinga slyss. Tímabundnar afleiðingar gætu verið ef þú hefur misst úr vinnu eða þjáningabætur. Varanlegar bætur verða ekki metnar fyrr en síðar eða fyrst þegar svokölluðum stöðugleikatímapunkti er náð, það er að segja þegar frekari bata er ekki að vænta og þá bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku.

Tryggingar vegna vinnuslys

Vátryggingafélagi ber einnig að greiða útlagðan kostnað tjónþola vegna þeirrar aðstoðar sem hann þarf að sækja sér vegna slyssins eins og læknisheimsókna og meðferða, lyfja og sjúkraþjálfunar sem og vegna annars fjártjóns. Þá greiðir vátryggingatryggingafélagið jafnframt stærstan hluta af þóknun lögmanns tjónþola.

Kynntu þér ferlið