fbpx
Starfsfólk | Slysa- og skaðabætur | Okkar reynsla, þinn ávinningur
13396
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-13396,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-title-hidden,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,qode-theme-ver-17.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-5.6,vc_responsive

Við erum reynsluboltar á sviði skaðabótaréttar

Okkar starfsfólk hefur yfir að ráða viðamikillri reynslu og þekkingu á sviði slysa-og skaðabótamála. Bótaréttur var stofnaður á árinu 2008 og síðan þá fengið til liðs við sig starfsfólk sem hvort heldur starfaði áður hjá tryggingafélögum, Sjúkratryggingum Íslands, héraðsdómi eða öðrum stofnunum sem hafa með skaðabótamál að gera. Að hafa setið báðum megin við borðið er því nokkuð sem við búum að og kemur okkar umbjóðendum til góðs, ekki síður en sú staðreynd að við getum rekið mál á öllum dómstigum, þá einnig Landsrétti og Hæstarétti en ekki bara fyrir héraðsdómi. Við erum því eldri en tvævetur enda starfað á sviðinu í yfir 15 ár, nokkuð sem gæti skipt þig máli!

 

Við leggjum alúð okkar í  hvert og eitt mál. Ef þú ert tilbúinn að leggja allt á borðið þá mátt þú treysta því að erum tilbúin að veita þér heiðarlegt og skýrt svar um mögulega framvindu þíns máls án nokkurra skuldbindinga, eða kostnaðar.

 

 

Kíktu í kaffi til okkar á Suðurlandsbrautina, við tökum vel á móti þér.

Það kostar ekkert að kanna málið

Björgvin Þórðarson_ med res
Björgvin Þórðarson
Hæstaréttarlögmaður

Björgvin útskrifaðist sem Cand. juris frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og hóf störf hjá LEX lögmannsstofu þar sem hann lagði megináherslu á slysa- og skaðabótamál. Björgvin kom að stofnun Bótaréttar árið 2008 en tók síðar við rekstri félagsins. Björgvin er reynslumikill málflytjandi hvort heldur fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti.

Harpa_Hronn_Helgadottir
Harpa Hörn Helgadóttir
Lögmaður

Harpa útskrifaðist sem Cand. juris frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2007 og starfaði sem löglærður aðstoðarmaður héraðsdómara áður en hún hóf störf við lögmennsku á árinu 2011. Harpa kom til starfa hjá Bótarétti árið 2018.

bgbw
Bryndís Gyða Michelsen
Héraðsdómslögmaður

Bryndís útskrifaðist með BA-próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018 og hlaut viðurkenningu fyrir hæstu einkunn. Bryndís lauk meistaranámi frá sama skóla í byrjun árs 2021 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi sama ár. Hún hóf störf hjá Bótarétti haustið 2020 en vann áður meðfram náminu hjá Sjúkratryggingum Íslands.

marlena
Marlena Piekarska
Héraðsdómslögmaður

Marlena útskrifaðist með BA-próf frá Háskóla Íslands árið 2019 og lauk meistaranámi frá sama skóla vorið 2021 með næsthæstu meðaleinkunn. Hún öðlaðist málflutningréttindi fyrir héraðsdómi árið 2022. Marlena hefur starfað hjá Bótarétti frá því haustið 2019 en vann áður meðfram náminu hjá tjónadeild Sjóvá. Marlena er auk þess pólskumælandi.

429A9090c
Guðmunda Katrín Karlsdóttir
Sérfræðingur

Guðmunda útskrifaðist með BS. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2016 og hlaut útskriftarverðlaun fyrir hæstu einkunn. Guðmunda á langan starfsferil að baki innan vátryggingageirans. Guðmunda starfaði hjá Tryggingamiðstöðinni frá árinu 2000 – 2006 og síðar hjá Vátryggingafélagi Íslands frá árinu 2006 – 2022. Hún lauk Tryggingaskóla SÍT árið 2006 og aflaði sér vottun vátryggingaráðgjafa í námi á vegum SFF og Opna Háskólans (HR). Guðmunda hóf störf hjá Bótarétti árið 2022.

Rannveig-640_960
Rannveig Sigurðardóttir
Aðstoðarmaður lögmanna

Rannveig hefur starfað óslitið við slysa- og skaðabótamál síðastliðin 30 ár, fyrst sem starfsmaður Sjóvár en síðar sem starfsmaður LAG lögmanna og nú Bótaréttar. Rannveig hefur auk þess látið til sín taka í slysa- og tryggingamálum fyrir launþega við kjarasamningsgerð á vegum verkalýðsfélaga.

fanney
A. Fanney Magnúsdóttir
Skrifstofustjóri

Fanney hefur áralanga reynslu sem skrifstofustjóri, áður á sviði ferðaþjónustu og fasteigna og nú hjá Bótarétti þar sem hún hóf störf sumarið 2021.

Hvað þarft þú að passa uppá?

    1. Lendir þú í slysi, leitaðu strax til læknis og láttu skoða mögulega áverka. Mikilvægt er að allt sé rétt skrásett í sjúkragögnum frá upphafi.

    2. Leitaðu til lögmanna með staðgóða þekkingu og reynslu, það skiptir máli að fá aðstoð sérfræðinga allt frá upphafi.  Erfiðara getur reynst að sanna bótarétt því lengra sem líður frá slysinu.

    3. Skráðu hjá þér allar breytingar á líðan, getu og færni frá því að slysið varð. Það mun auðvelda fyrir þér þegar til matsfundar kemur.

    4. Haltu vel utan um reikninga og greiðslukvittanir fyrir útgjöldum sem tengjast slysinu s.s kostnaði við læknisaðstoð, lyfjum, sjúkraþjálfun, ferðakostnaðar o.fl.

    5. Bótaréttur innheimtir útlagðan kostnað frá bótaskyldum aðilum jafnóðum og hann fellur til, liggi viðeigandi reikningar fyrir.

Algengar spurningar

Hvað er vinnuslys og af hverju skiptir skilgreining þess máli?

Með slysi er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem tryggður er og gerist án vilja hans. Þeir sem verða fyrir líkamstjóni við vinnu eiga ekki rétt á bótum vegna áverka nema þegar um vinnuslys er að ræða. Mikilvægt er að atvikum máls sé skilmerkilega lýst þegar vinnuslys er tilkynnt til tryggingafélags, Vinnueftirlitsins og Sjúkratrygginga Íslands.

HVAÐ ER ÁTT VIÐ MEÐ SÖK?

Menn bera ábyrgð á slysi (tjóni) sem þeir valda á grundvelli svokallaðar sakarreglu, þ.e. þegar ekki er kveðið á um strangari ábyrgð í lögum eða samningi. Eitt af skilyrðum sakarreglunar er að slysinu (tjóninu) hafi verið valdið með saknæmum hætti, þ.e. af ásetningi eða gáleysi.

HVER FRAMKVÆMIR ÖRORKUMATIÐ?

Það eru til þess hæfir einstaklingar svokallaðir matsmenn. Þegar um er að ræða örorkumat t.d. vegna vinnuslysa þegar sök er ekki til að dreifa hjá vinnuveitanda eða frítímaslysa er það oftast einn læknir sem framkvæmir matið. Þegar um er að ræða örorkumat t.d. vegna umferðarslysa eða vinnuslysa þegar sök er til að dreifa hjá vinnuveitanda er það oftast tveir menn sem framkvæma matið, tveir læknar eða læknir og lögfræðingur. Almennt er það þannig að lögmaður hins slasaða og viðkomandi tryggingafélags koma sér saman um matsmennina. Einnig er sérstök nefnd sem starfar samkvæmt skaðabótalögum, Örorkunefnd, sem metur afleiðingar slyss. Þá er einnig hægt að dómkveðja matsmenn til þess að meta afleiðingar slyssins.

HVAÐ TEKUR LANGAN TÍMA AÐ FÁ BÆTUR GREIDDAR?

Það ræðst fyrst og fremst af eðli þeirra áverka sem um er að ræða í hvert og eitt skipti. Til þess að hægt sé að krefjast bóta vegna slyss er nauðsynlegt að örorkumat hafi farið fram á hinum slasaða. Örorkumat fer oftast ekki fram fyrr en ár er að minnsta kosti liðið frá slysi enda þá fyrst hægt að meta hvort afleiðingar slyssins séu varanlegar.

HVENÆR ÞARF ÉG AÐ GREIÐA VEGNA VINNU VIÐ MÁL MITT?

Fyrsta viðtal þitt hjá lögmanni Bótaréttar er alltaf frítt. Í langflestum tilvikum er greiðsla til lögmanns gerð upp þegar bætur hafa verið greiddar. Viðkomandi tryggingafélag greiðir stærsta hluta lögmannsþóknunar. Fáist engar bætur greiddar er engin þóknun greidd til Bótaréttar. Ef hins vegar á að láta reyna á málið til að mynda hjá Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum, Úrskurðarnefnd almannatrygginga, gjafsóknarnefnd eða dómstólum er greitt samkvæmt gjaldskrá Bótaréttar, en ekki er farið í slíkt ferli án samþykkis tjónþola.