fbpx
Sjóslys | Slysa- og skaðabætur | Bótaréttur
15969
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-15969,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-title-hidden,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,qode-theme-ver-17.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-5.6,vc_responsive

Bætur vegna sjóslysa

Starfsfólki til sjós er tryggður mjög ríkur réttur til bóta í ljósi hættulegra og krefjandi vinnuaðstæðna og verði líkamstjón vegna slyss skiptir ekki máli hvort það sé að rekja til mistaka eða vanrækslu. Hins vegar er sem og fyrr mikilvægt að bregðast skjótt og rétt við, þá að vinnuveitandi skrái málið réttilega og tryggt sé að slysið verði tilkynnt til Vinnueftirlitsins og Sjúkratrygginga Íslands svo dæmi séu tekin.

Þeir fiska sem róa, ertu tilbúin/nn að sækja þinn hlut?

Tímabundið atvinnutjón

Bætur fyrir tekjutap frá slysdegi og þar til tjónþoli verður vinnufær eða ef ekki er að vænta frekari bata. Þetta gildir einnig um þá sem eru heimavinnandi enda eru heimilisstörf ekki síður mikilvæg en störf utan heimilis.

Þjáningabætur

Staðlaðar bætur fyrir þann tíma sem tjónþoli telst vera veikur vegna slysaáverkanna.

VARANLEGUR MISKI

Staðlaðar bætur með hliðsjón af því hversu miklir slysaáverkarnir eru út frá læknisfræðilegu sjónarmiði svo og með hliðsjón af þeim erfiðleikum sem þeir valda í lífi tjónþola.

VARANLEG ÖRORKA

Bætur fyrir framtíðartekjutap vegna varanlegrar skerðingar á aflahæfi sem slysaáverkarnir hafa í för með sér og reiknast út frá aldri tjónþola og tekjum hans síðastliðin þrjú ár fyrir slysið. Miðað er við ákveðin lámarkslaun í þeim tilfellum, sem tjónþoli hefur verið tekjulítill síðastliðin þrjú ár fyrir slys.

Uppgjör

Uppgjör vegna slysa á sjómönnum fer eftir skaðabótalögum nr. 50/1993. Bætur geta verið tvenns konar, annars vegar bætur vegna tímabundinna afleiðinga slyssins eins og atvinnutjón og þjáningarbætur og hins vegar bætur vegna varanlegra afleiðinga  sem koma fyrst til skoðunar eftir að útséð er að ekki verði frekari bati og búið er meta örorku og miska.

Tryggingar

Kostnaður vegna mála er almennt greiddur af vátryggingafélaginu, eins og vegna læknismeðferða, lyfjakaupa eða sjúkraþjálfunar eða annars fjártjóns eins og af fatnaði, síma og öðrum tækjum. Þá greiðir vátryggingatryggingafélagið jafnframt stærstan hluta af lögmannskostnaðum.