fbpx
Læknamistök | Slysa- og skaðabætur | Bótaréttur
15977
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-15977,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-title-hidden,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,qode-theme-ver-17.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-5.6,vc_responsive

Röng meðferð heilbrigðisstarfsmanns

Hér reynir á einn viðkvæmasta flokkinn á sviði skaðabótamála. Læknamistök sem við heyrum flest af, geta tengst rangri sjúkdómsgreiningu eða meðferðarúrræði, mistök við fæðingu eða mistök heilbrigðisstarfsmanna.  Við fáum á borð til okkar mál þar sem engin eiginleg mistök hafa átt sér stað eins og óvæntir fylgikvillar aðgerðar sem heppnaðist annars að öllu leyti. Hér er ekki við neinn að sakast og því ekki bótaskylda á grundvelli almennra regla skaðabótaréttar. Lög um sjúklingatryggingar eiga að tryggja þessum einstaklingum bætur enda oft á tíðum um verulega hagsmuni að ræða.

Það gæti reynst þér dýrkeypt að gera ekkert í málinu.

Tímabundið atvinnutjón

Bætur fyrir tekjutap frá slysdegi og þar til tjónþoli verður vinnufær aftur eða ef ekki er að vænta frekari bata. Sá sem er heimavinnandi getur einnig átt rétt til bóta samkvæmt þessum bótalið enda ber að leggja heimilisstörf að jöfnu við störf utan heimilis.

Þjáningabætur

Staðlaðar bætur fyrir þann tíma sem tjónþoli telst vera veikur vegna slysaáverkanna.

VARANLEGUR MISKI

Staðlaðar bætur með hliðsjón af því hversu miklir slysaáverkarnir eru út frá læknisfræðilegu sjónarmiði svo og með hliðsjón af þeim erfiðleikum sem þeir valda í lífi tjónþola.

VARANLEG ÖRORKA

Bætur fyrir framtíðartekjutap vegna varanlegrar skerðingar á aflahæfi sem slysaáverkarnir hafa í för með sér og reiknast út frá aldri tjónþola og tekjum hans síðastliðin þrjú ár fyrir slysið. Miðað er við ákveðin lámarkslaun í þeim tilfellum, sem tjónþoli hefur verið tekjulítill síðastliðin þrjú ár fyrir slys.

Uppgjör vegna læknamistaka

Hefðbundin skaðabótamál vegna læknamistaka eru þó oft óhjákvæmileg og fer þá um þau eftir almennum skaðabótareglum. Sakarreglan er bótagrundvöllurinn en það felur í sér að heilbrigðisstarfsmaður er bótaskyldur vegna mistaka sem hann veldur með saknæmum (ásetningi eða gáleysi) og ólögmætum hætti, enda sé líkamstjónið sennileg afleiðing af hegðun hans. Sérfræðiábyrgð felur í sér stranga skaðabótaábyrgð sem felur m.a. það í sér að gerðar eru ríkar kröfur til þess að sérfræðingur sinni starfi sínu hlutlægt séð þannig, að það standist kröfur starfsgreinarinnar um fagleg og vönduð vinnubrögð.

Bótunum má skipta í tvennt. Annars vegar sækja lögmenn Bótaréttar bætur vegna tímabundinna afleiðinga slyssins og hins vegar bætur vegna varanlegra afleiðinga þess. Bætur sem koma til skoðunar í fyrri flokknum eru bætur vegna tímabundins atvinnutjóns og þjáninga. Í seinni flokknum koma til skoðunar, eftir að svokölluðum stöðugleikatímapunkti hefur verið náð, það er að segja þegar að ekki er gert ráð fyrir frekari bata, bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku.

Tryggingar læknamistök

Vátryggingafélagi ber einnig að greiða útlagðan kostnað tjónþola vegna þeirrar aðstoðar sem hann þarf að sækja sér vegna slyssins eins og læknisheimsókna og meðferða, lyfja og sjúkraþjálfunar sem og vegna annars fjártjóns. Þá greiðir vátryggingatryggingafélagið jafnframt stærstan hluta af þóknun lögmanns tjónþola.