fbpx
Frítímaslys fyrir utan vinnutíma, í frítíma eða á heimili
15971
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-15971,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-title-hidden,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,qode-theme-ver-17.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-5.6,vc_responsive

Bætur vegna frítímaslysa

Slys sem eiga sér stað og valda líkamstjóni utan vinnutíma fjölgar sífellt enda allir út um fjöll og fyrnindi, íþróttaiðkendur keppast við sig og sína í gegnum ýmis smáforrit, Reykjavíkurhringurinn hjólaður eða jafnvel hringurinn í kringum landið, hestamennskan, skíðaferðirnar og svo má lengi telja. Hér vakna spurningar hvort bótaréttur sé fyrir hendi verði tjón? Fólk er ekki alltaf með það á hreinu að það er þegar að borga sínar tryggingar til þess að fá bætt svona tjónstilvik, td. í gegnum heimilistryggingu eða almenna slysatryggingu. Þá mætti skoða kjarasamningstryggingu (launþegatryggingu) ef viðkomandi er launþegi, sjúkrasjóði stéttarfélaga eða ef þú ert í atvinnumennsku þá er spurning um Sjúkratryggingar Íslands. Enn eitt álitaefnið eru allir almennings íþróttaviðburðirnir og þá möguleg ábyrgð skipuleggjenda?

 

Algent er að fólk viti ekki hvort það eigi rétt til bóta, ef þú ert með spurningu endilega heyrðu í okkur.

Tímabundið atvinnutjón

Bætur fyrir tekjutap frá slysdegi og þar til tjónþoli verður vinnufær aftur eða ef ekki er að vænta frekari bata. Sá sem er heimavinnandi getur einnig átt rétt til bóta samkvæmt þessum bótalið enda ber að leggja heimilisstörf að jöfnu við störf utan heimilis.

Þjáningabætur

Staðlaðar bætur fyrir þann tíma sem tjónþoli telst vera veikur vegna slysaáverkanna.

VARANLEGUR MISKI

Staðlaðar bætur með hliðsjón af því hversu miklir slysaáverkarnir eru út frá læknisfræðilegu sjónarmiði svo og með hliðsjón af þeim erfiðleikum sem þeir valda í lífi tjónþola.

VARANLEG ÖRORKA

Bætur fyrir framtíðartekjutap vegna varanlegrar skerðingar á aflahæfi sem slysaáverkarnir hafa í för með sér og reiknast út frá aldri tjónþola og tekjum hans síðastliðin þrjú ár fyrir slysið. Miðað er við ákveðin lámarkslaun í þeim tilfellum, sem tjónþoli hefur verið tekjulítill síðastliðin þrjú ár fyrir slys.

Uppgjör vegna frítímaslys

Uppgjör fer eftir vátryggingarskírteini og skilmálum viðkomandi tryggingar. Algengt er að tjónþoli eigi rétt til endurgreiðslu á sjúkrakostnaði upp að ákveðnu marki, greiðslu dagpeninga vegna tímabundinnar óvinnufærni auk bóta fyrir varanlegar afleiðingar slyssins.

Ef þriðji aðili ber ábyrgð á slysinu fer um uppgjörið eftir skaðabótalögum nr. 50/1993.

Bótunum má skipta í tvennt. Annars vegar sækja lögmenn Bótaréttar bætur vegna tímabundinna afleiðinga slyssins og hins vegar bætur vegna varanlegra afleiðinga þess. Bætur sem koma til skoðunar í fyrri flokknum eru bætur vegna tímabundins atvinnutjóns og þjáninga. Í seinni flokknum koma til skoðunar, eftir að svokölluðum stöðugleikatímapunkti hefur verið náð, það er að segja þegar að ekki er gert ráð fyrir frekari bata, bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku.

Tryggingar vegna frítímaslys

Vátryggingafélagi ber einnig að greiða útlagðan kostnað tjónþola vegna þeirrar aðstoðar sem hann þarf að sækja sér vegna slyssins eins og læknisheimsókna og meðferða, lyfja og sjúkraþjálfunar sem og vegna annars fjártjóns. Þá greiðir vátryggingatryggingafélagið jafnframt stærstan hluta af þóknun lögmanns tjónþola.