Hvorki er spurt um stað né stund þegar slys ber að höndum heldur er spurt hvað gerðir þú á vettvangi eða sá hinn sami sem kom að þér? Við gætum öll staðið í þessum sporum, fyrstu viðbrögð skipta öllu máli til að tryggja líf og heilsu en fyrstu viðbrögð skipta einnig máli þegar kemur að hugsanlegum skaðabótarétti verði tjón. Hvað ert þú með í höndunum til að sýna fram á og sanna hvað gerðist, hvað skemmdist þegar sú spurning kemur upp hver beri mögulega ábyrgðina á þínu tjóni?
Bætur fyrir sannanlegt tjón eru af ýmsu tagi og lagagrundvöllur þeirra misjafn. Til að mynda hvað varðar skaðabætur eða slysabætur, hvort sök sé skilyrði bótagreiðslna eða ekki og svo má áfram lengi telja. Hitt er að þú þarft fyrst og fremst að fá að vita er hvort þú sért mögulega með mál í höndunum sem við gætum aðstoðað þig með? Það er spurning sem við viljum svara í samráði við þig.
Það að þú getir sýnt fram á og sannað tjónið þá þarf að leggja fram gögn því til sönnunar. Mikilvægt er að þú vitir eða fáir upplýsingar hvaða gagna þú þarft að afla eins og áverka- og læknisvottorða eða skýrslu sjúkraþjálfara. Að sama skapi skiptir máli að vita hvort þú berir kostnaðinn eða tryggingafélagið? Við öflum allra gagna fyrir okkar viðskiptavini, ert þú einn af þeim?
Fljótlega eftir að slys hefur verið tilkynnt líður almennt ekki langur tími þar til afstaða um bótaskyldu liggur fyrir, þ.e. hvort skaðabætur verði greiddar eða ekki. Sé viðurkennt að skaðabætur skulu greiddar er algengt að bíða þurfi að minnsta kosti ár þangað til hægt er að meta afleiðingar slyssins, það er fjárhæð skaðabótanna. Afstaða um framangreint þarf hins vegar ekki að vera endanleg, hér kemur að okkar sérfræðiþekkingu og reynslu hvort reyna megi á að fá þeim hnekkt fyrir úrskurðarnefndum eða dómstólum.
Hélt ég ætti engan rétt af því að ég var í órétti, algjör misskilningur! Hafði sem betur fer samband við Bótarétt og það rétt áður en málið rann út á tíma, sé ekki eftir þeirri ákvörðun enda fékk ég mitt bætt.
Ég var hræddust við kostnaðinn. Aldrei stigið fæti á lögmannsstofu en hafði mínar hugmyndir og þá að bæturnar færu að mestu til lögmannsins, en heldur betur ekki. Hefði komið miklu verr út fjárhagslega ef ég hefði staðið í þessu ein.
Ég datt af hestbaki í frítíma og var frá vinnu vegna meiðsla. Ætlaði aldrei að hafa mig í að láta skoða mitt mál, yrði bara vesen og tímasóun. En lét verða að hringja í þau og viti menn ég var tryggð án þess að vita af því. Gekk fljótt og hratt fyrir sig og ekkert vesen.
Best fannst mér að fá hreinskilin svör á fyrsta fundi hvaða möguleikar væru í stöðunni en ég var einfaldlega orðinn af seinn, harkaði víst af mér bæturnar en samt gott að fá þetta bara staðfest, halda áfram. Ætla ekki að lenda í neinu aftur en ef þá mun ég leita til þeirra strax.
Var búin að vinna í málinu sjálf en gekk alls staðar á vegg, eins og allir væru að halda utan um sína sjóði sem ég var samt búin að greiða í en enginn að benda mér á það. Átti góðan vin að sem var ekki tilbúinn að gefast upp og dróg mig með sér í ráðgjöf hjá Bótarétti. Þá fyrst fóru hlutirnir að ganga.