fbpx
Bótaréttur | sérfræðingar í slysa- og skaðabótum
8
home,page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-8,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-title-hidden,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,qode-theme-ver-17.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-5.6,vc_responsive

Hverjar eru afleiðingarnar í þínu tilviki?

Fæst okkar komumst í gegnum lífið án þess að verða fyrir skakkaföllum, flestum smávægilegum, en önnur alvarlegri og við tekur óvissutímabil, heilsutjón og oft á tíðum tekjutap.

 

Hvert tilvik er einstakt en öll eiga þau sammerkt að bregðast þarf skjótt og rétt við, tilkynna slys innan ákveðins frests til þeirra aðila þar sem þú átt mögulegan rétt til bóta, ella er hætta á að hann falli niður.

 

Það er í þínum höndum að leita aðstoðar, við byggjum á reynslu allt frá árinu 2008 og erum tilbúin að leiðbeina þér áfram.

Kíktu í kaffi, við tökum vel á móti þér.

Ferlið

Almennt er viðurkennt að fólk eigi ekki að bera tjón vegna slyss bótalaust, ekki bara einstaklingsins vegna heldur einnig í þágu samfélagsins. Markmið skaðabóta er gera aðstæður þess sem varð fyrir tjóni sem næst því sem þær voru fyrir slysið en einnig skapa varnaðaráhrif. Segja má að skaðabótaréttur sé sú grein lögfræðinnar sem lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hvert mál er einstakt og því áskorun fyrir okkur sem sérfræðinga að nýta þekkingu og áratuga reynslu á þeim lögum og reglum sem settar hafa verið til að bæta tjónþola það sem hann hefur misst.

 

Þú þekkir þitt mál, við þekkjum úrræðin.

 

 • Slysavettvangur

  Hvorki er spurt um stund né stað þegar slys ber að höndum heldur hvað gerðir þú á vettvangi eða sá hinn sami sem kom að þér? Við gætum öll staðið í þessum sporum. Fyrstu viðbrögð skipta öllu máli til að tryggja líf og heilsu en einnig uppá að tryggja hugsanlegan bótarétt verði líkamstjón enda er erfiðara að sýna framá og sanna hvað gerðist eftir því sem lengri tími líður. Þeir aðilar sem koma hugsanlega til með að bera ábyrgð á þínu tjóni gera ríkar kröfur að allt sé eftir bókinni, að málið komist í rétt ferli sem fyrst og fá skýr svör við sínum spurningunum. Hér erum við á heimavelli - við þekkjum ferlið og vitum hvaða spurningar vakna, ekki bara hjá ábyrgðaraðilum heldur einnig viðskiptavinum okkar og hvaða það er sem þeir myndu vilja hafa vitað allt frá upphafi!

 • Leitaðu ráðgjafa

  Bætur fyrir sannanlegt tjón eru af ýmsu tagi og lagagrundvöllur þeirra misjafn, eins og til að mynda hvað varðar skaðabætur og slysabætur. Hvort sök sé skilyrði bótagreiðslna eður ei og svo má áfram lengi telja nema það sem þú þarft fyrst og fremst að fá að vita er hvort þú sért mögulega með mál í höndunum sem við gætum aðstoðað þig með? Það er spurning sem við viljum svara í samráði við þig.

 • Gagnaöflun

  Til að sýna framá og sanna tjón þarf að leggja fram gögn því til sönnunar. Mikilvægt er að þú vitir eða fáir upplýsingar hvaða gagna þú þarft að afla eins og áverka- og læknivottorða eða skýrslu sjúkraþjálfara. Að sama skapi skiptir máli að vita hvort þú berir kostnaðinn eða tryggingafélagið? Við öflum allra gagna fyrir okkar viðskiptavini, ert þú einn þeirra?

 • Slys bótaskylt og fjárhæð bóta?

  Fljótlega eftir að slys hefur verið tilkynnt á almennt ekki að líða langur tími þar til afstaða um bótaskyldu liggur fyrir, það er hvort bætur verði greiddar eða ekki. Sé viðurkennt að bætur skulu greiddar þarf samt að bíða í nokkurn tíma þangað til hægt er að meta afleiðingar slyssins, það er fjárhæð bóta. Höfnun bótaskyldu og ákvörðun um fjárhæð þarf hins vegar ekki að vera endanleg, hér kemur að okkar sérfræðiþekkingu og reynslu hvort reyna megi á að fá þeim ákvörðunum hnekkt fyrir úrskurðarnefndum eða dómstólum, viðskiptavinum okkar til góðs.

Slysabætur

Slysin gerast en afleiðingarnar koma sjaldnast í ljós fyrr en að einhverjum tíma liðnum. Þú hefur samt takmarkaðan tíma til að tryggja þér hugsanlegan bótarétt. Það er því brýnt að bregðast við sem fyrst ef tjón kemur síðar í ljós, þá leita læknisaðstoðar, tilkynna slys til réttra aðila, hafa uppi á vitnum, passa uppá skemmd föt eða aðra muni, afla mynda af vettvangi og fleira til.

Í upphafi skal endirinn skoða, því miður er það ekki alltaf raunin.

Umferðarslys

Vinnuslys er ekki bara slys sem eiga sér stað á eiginlegum vinnustað heldur einnig slys sem eiga sér stað á leið í eða úr vinnu eða þegar þú ert að sinna verkefnum fyrir vinnuveitanda úti í bæ. Telst það með ef þú skutlar barni á leikskólann á leið til vinnu eða kemur við í búðinni á leiðinni heim? Hvað með hádegishlé? Sem launþegi ertu eða áttu með réttu að vera slysatryggður, sú trygging ræðst af þínum kjarasamningi en þú gætir einnig átt rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands ef þú verður metinn til örorku að 10% eða hærra. Þá er sumum starfsstéttum veittur ríkari réttur á grundvelli sérstakra laga ef þeim er almennt búin meiri hætta á að verða fyrir líkamstjóni í vinnunni, eins og starfsfólk lögreglunnar, fangaverðir, fólk í sjómennsku eða í umönnunarstöfum þar sem hætta er á atlögu skjólstæðinga. Hér getur einnig reynt á skaðabótaábyrgð vinnuveitanda, hvort slys sé honum um að kenna, starfsmönnum hans eða hvort starfsaðstæður hafi verið óviðunandi? Tilkynnti vinnuveitandi slysið til Vinnueftirlitsins og Sjúkratrygginga Íslands eins og honum bar eða lögreglunnar eftir vikum? Atvikin geta verið æði mörg.

Við erum tilbúin að fara yfir málið með þér, því fyrr því betra.

Sjóslys

Sjómönnum er tryggður mjög ríkur réttur til bóta í ljósi hættulegra og krefjandi vinnuaðstæðna, hér skiptir ekki máli hvort slys sé að rekja til mistaka eða vanrækslu enn sem og fyrr er mikilvægt að bregðast skjótt og rétt við, að vinnuveitandi skrái málið réttilega og slys tilkynnt til Vinnueftirlitsins og Sjúkratrygginga Íslands svo dæmi séu tekin.

Umferðarslys

Hafir þú orðið fyrir líkamstjóni vegna slyss af völdum skráningarskylds ökutækis í notkun áttu allajafna rétt á bótum óháð því hvort þú hafir verið í rétti eða órétti. Það kostar ekkert að kanna málið.

Sjóslys

Sömu lög gilda um uppgjör bóta vegna líkamstjóna sjóvinnuslysa og umferðarslysa. Ekki er skilyrði bótagreiðslna sjóvinnuslysa að það megi rekja til atvika sem vinnuveitandi ber ábyrgð á.

Vinnuslys

Vinnuslys er ekki bara slys sem eiga sér stað á eiginlegum vinnustað heldur einnig slys sem eiga sér stað á leið í eða úr vinnu eða þegar þú ert að sinna verkefnum fyrir vinnuveitanda úti í bæ. Telst það með ef þú skutlar barni á leikskólann á leið til vinnu eða kemur við í búðinni á leiðinni heim? Hvað með hádegishlé? Sem launþegi ertu eða áttu með réttu að vera slysatryggður, sú trygging ræðst af þínum kjarasamningi en þú gætir einnig átt rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands ef þú verður metinn til örorku að 10% eða hærra. Þá er sumum starfsstéttum veittur ríkari réttur á grundvelli sérstakra laga ef þeim er almennt búin meiri hætta á að verða fyrir líkamstjóni í vinnunni, eins og starfsfólk lögreglunnar, fangaverðir, fólk í sjómennsku eða í umönnunarstöfum þar sem hætta er á atlögu skjólstæðinga. Hér getur einnig reynt á skaðabótaábyrgð vinnuveitanda, hvort slys sé honum um að kenna, starfsmönnum hans eða hvort starfsaðstæður hafi verið óviðunandi? Tilkynnti vinnuveitandi slysið til Vinnueftirlitsins og Sjúkratrygginga Íslands eins og honum bar eða til lögreglunnar eftir atvikum? Atvikin geta verið æði mörg.

Frítímaslys

Slysum sem eiga sér stað og valda líkamstjóni utan vinnutíma fjölgar sífellt enda allir út um fjöll og fyrnindi, íþróttaiðkendur keppast við sig og sína í gegnum ýmis smáforrit, Reykjavíkurhringurinn hjólaður eða jafnvel hringurinn í kringum landið, hestamennskan, skíðaferðirnar og svo má lengi telja. Hér vakna spurningar hvort bótaréttur sé fyrir hendi verði tjón? Fólk er ekki alltaf með það á hreinu að það er þegar að borga sínar tryggingar til þess að fá bætt svona tjónstilvik, td. í gegnum heimilistryggingu eða almenna slysatryggingu. Þá mætti skoða kjarasamningstryggingu (launþegatryggingu) ef viðkomandi er launþegi, sjúkrasjóði stéttarfélaga eða ef þú ert í atvinnumennsku þá er spurning um Sjúkratryggingar Íslands. Enn eitt álitaefnið eru allir almennings íþróttaviðburðirnir og þá möglega ábyrgð skipuleggjanda? Reynslan hefur kennt okkur hér veit fólk oft ekki að það á rétt til bóta, ef þú ert með spurningu endilega heyrðu í okkur.

Vinnuslys

Líkamstjón vegna slyss við störf þín, á leið í eða heim úr vinnu eru bótaskyld úr slysatryggingu launþega sem tryggð er í kjarasamningum. Einnig áttu rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands ef metin örorka er 10% eða hærri. Þá kann svo að vera að hægt sé að sækja skaðabætur úr hendi vinnuveitanda ef slysið er honum um að kenna, starfsmönnum hans eða óviðunandi starfsaðstæðum.

Frítímaslys

Hafir þú orðið fyrir líkamstjóni vegna slyss í frítíma þínum áttu mögulega rétt á slysabótum úr eigin tryggingum s.s. heimilis- eða fjölskyldutryggingum, greiðslukortatryggingum eða almennum slysatryggingum þar sem frítímaslys eru bætt. Þá kann svo að vera að hægt sé að sækja skaðabætur úr hendi þriðja aðila ef slysið er honum um að kenna eða aðstæðum sem hann ber ábyrgð á.

Brot á almennum hegningarlögum

Ef þú hefur orðið fyrir líkamstjóni vegna afleiðinga af broti á almennum hegningarlögum eins og t.d. vegna líkamsárása eða kynferðisbrota, áttu allajafna rétt á bótum frá gerandanum en í mörgum tilvikum er sá hinn sami ekki greiðslufær. Geti sá sem olli þér tjóninu ekki greitt þá væri hægt að sækja um bætur fyrir bótanefnd þolenda afbrota, eitthvað sem þarf að skoða hverju sinni.

Röng meðferð heilbrigðisstarfsmanns

Hér reynir á einn viðkvæmasta flokkinn á sviði skaðabótamála. Læknamistök í daglegu tali eins og röng sjúkdómsgreining, meðferðarúrræði, mistök við fæðingu eða öllu heldur mistök heilbrigðisstarfsmanna. En hér eiga einnig undir mál þar sem engin eiginleg mistök hafa átt sér stað eins og óvæntir fylgikvillar aðgerðar sem heppnaðist annars að öllu leyti. Hér er ekki við neinn að sakast og því ekki bótaskylda á grundvelli almennra regla skaðabótaréttar. Lög um sjúklingatryggingar eiga að tryggja þessum einstaklingum bætur enda oft á tíðum um verulega hagsmuni að ræða.

Líkamsárás

Ef þú hefur orðið fyrir líkamstjóni vegna afleiðinga af broti á almennum hegningarlögum eins og t.d. vegna líkamsárásar áttu allajafna rétt á bótum frá gerandanum sem eftir atvikum er hægt að sækja hjá bótanefnd þolenda afbrota.

Læknamistök

Líkamstjón af völdum rangrar meðferðar heilbrigðisstarfsmanns, hvort sem um er að ræða á sjúkrahúsi eða einkastofu, gæti verið bótaskylt samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu.

Umsagnir viðskiptavina

Starfsfólk Bótaréttar

Starfsfólk Bótaréttar gætir hagsmuna viðskiptavina sinna sem orðið hafa fyrir líkamstjóni og aðstoðar við leita allra þeirra réttinda sem þeim ber á hverjum tíma.

Miklu varðar að tjónþolum sé veitt rétt ráðgjöf allt frá upphafi og eru sérfræðingar okkar tilbúnir að svara þeim spurningum er kunna að vakna þá þegar er atvik verða.

Björgvin_rettSV
Björgvin Þórðarson
Hæstaréttarlögmaður, sími: 520 5100
Harpa_Hronn_Helgadottir
Harpa Hörn Helgadóttir
Lögmaður, sími: 520 5100
Marlena_Piekarska
Marlena Piekarska
Meistaranemi, sími: 520 5100
bgbw
Bryndís Gyða Michelsen
Meistaranemi, sími: 520 5100
Rannveig-640_960
Rannveig Sigurðardóttir
Aðstoðarmaður lögmanna, sími: 520 5100
Anna_grar_bakgrunnur_bw
Anna Sigurjónsdóttir
Aðstoðarmaður lögmanna, sími: 520 5100

Hafðu samband

Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband

Tilkynning um tjón

Suðurlandsbraut 24, 2 hæð, 108 Reykjavík

520 5100

botarettur@botarettur.is