Hvernig varð slysið og hver voru þín fyrstu viðbrögð eða þess sem kom mögulega að þér þegar slysið varð? Fyrstu viðbrögð skipta öllu máli til að tryggja líf og heilsu en einnig upp á að tryggja hugsanlegan bótarétt verði líkamstjón. Því lengri tími sem líður frá slysi því erfiðara er að sanna hvað gerðist og hvað mögulega skemmdist. Þeir aðilar sem koma hugsanlega til með að bera ábyrgð á þínu tjóni gera ríkar kröfur að allt sé eftir bókinni, að málið komist í rétt ferli sem fyrst og þurfa að fá skýr svör við sínum spurningunum. Hér erum við á heimavelli - við þekkjum ferlið og vitum hvaða spurningum þarf að svara.
Það fyrsta sem reynslumiklir lögmenn eiga að geta metið eða svarað er hvort þú sért mögulega með mál í höndunum. Bætur fyrir sannanlegt tjón eru af ýmsu tagi og lagagrundvöllur þeirra misjafn eins og til að mynda hvað varðar skaðabætur og slysabætur. Einnig hvort sök sé skilyrði bótagreiðslna eða ekki og svo má áfram lengi telja.
Þrátt fyrir að ákveðið sé að krefjast bóta þá þýðir það ekki að ákvörðun um bótarétt eða fjárhæð sé endanleg, alla vega ekki ef þú ert með lögmann sem þekkir vel til. Hér kemur að því veigamikla hlutverki lögmanna að taka afstöðu hvort hann telji fjárhæð samþykktra bóta réttmæta í þínu tilviki eða hitt hafi bótaskyldu verið hafnað hvort tilefni sé til að fá þeirri ákvörðun hnekkt fyrir úrskurðarnefndum eða dómstólum. Ef við drögum í efa réttmæti niðurstöðunnar í þínu máli þá getum við farið með málið þitt alla leið, fyrir Hæstarétti ef svo ber undir. Það skiptir ekki bara máli að skoða hvort lögmenn hafi yfir reynslu og þekkingu að ráða heldur einnig hvort þeir geti farið með málið þitt alla leið ef þess þarf.
Til þess að sanna tjón þá þarf að leggja fram hin ýmsu gögn. Það skiptir því verulegu máli að vita hvaða gögn þetta eru, hvar og hvernig þeirra er aflað og hvort það séu einhverjir tímafrestir. Sé réttu gagnanna ekki aflað eða kannski bara of seint kann að vera að bótaréttur verði ekki samþykktur. Að sama skapi skiptir máli að vita hvort þú eigir að bera kostnaðinn eða tryggingafélagið? Við öflum allra gagna fyrir okkar viðskiptavini, ert þú einn þeirra?
Fljótlega eftir að slys hefur verið tilkynnt á almennt ekki að líða langur tími þar til afstaða um bótaskyldu liggur fyrir, það er hvort bætur verði greiddar eða ekki. Sé viðurkennt að bætur skulu greiddar þarf samt að bíða í nokkurn tíma þangað til hægt er að meta afleiðingar slyssins, það er fjárhæð bóta. Höfnun bótaskyldu og ákvörðun um fjárhæð þarf hins vegar ekki að vera endanleg. Hér kemur að okkar sérfræðiþekkingu líkt og áður segir þá hvort reyna megi á að fá þeim ákvörðunum hnekkt, viðskiptavinum okkar til góðs.
Á ég rétt til bóta þótt ég hafi verið í órétti? Svarið er almennt já. Skiptir máli hvort ég hafi verið ökumaður eða farþegi? Já það kann að skipta þig máli. Í þessum málum er sök ekki skilyrði skaðabóta, bótarétturinn er einfaldlega fyrir hendi svo framalega ef þú varðst fyrir tjóni. En hvað með rafhlaupahjól? Um þau gilda önnur sjónarmið en almennt í umferðaróhöppum þar sem skoða þarf fleiri þætti eins og td. tryggingarnar þínar, hvort þú hafir slasast í vinnutíma eða frítíma og fleira til.
Sem og fyrr er mikilvægt að leita strax til læknis þar sem að afleiðingarnar koma oft ekki í ljós fyrr en seinna.
Við erum tilbúin að fara yfir málið með þér, því fyrr því betra.
Sjómönnum er tryggður mjög ríkur réttur til bóta í ljósi hættulegra og krefjandi vinnuaðstæðna. Í þessum málum skiptir ekki máli hvort slys sé að rekja til mistaka eða vanrækslu enn sem og fyrr er mikilvægt að bregðast skjótt og rétt við, að vinnuveitandi skrái málið réttilega og slys tilkynnt til Vinnueftirlitsins og Sjúkratrygginga Íslands svo dæmi séu tekin.
Eru vinnuslys bara slys sem eiga sér stað á eiginlegum vinnustað? Hvað með slys sem verða þegar þú ert að sinna verkefnum fyrir vinnuveitanda úti í bæ? Eða þú verðir fyrir slysi á leið til vinnu en skutlar barni í leikskóla á leiðinni? Sem launþegi ertu eða áttu með réttu að vera slysatryggður, sú trygging ræðst af þínum kjarasamningi en þú gætir einnig átt rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands ef þú verður metinn til örorku að 10% eða hærra. Veistu hvort þú hafir orðið fyrir vinnuslysi en mögulega þurft að sæta tjóni bótalaust?
Reynslan hefur kennt okkur að hér veit fólk oft ekki að það á rétt til bóta. Slysum sem eiga sér stað og valda líkamstjóni utan vinnutíma fjölgar sífellt. Hér vakna spurningar hvort bótaréttur sé fyrir hendi verði tjón td. í gegnum heimilistryggingu eða almenna slysatryggingu. Þá mætti skoða kjarasamningstryggingu eða sjúkrasjóði stéttarfélaga. Ef þú ert með spurningu endilega heyrðu í okkur.
Ef þú hefur orðið fyrir líkamstjóni vegna afleiðinga af broti á almennum hegningarlögum eins og t.d. vegna líkamsárása eða kynferðisbrota, áttu allajafna rétt á bótum frá gerandanum en í mörgum tilvikum er sá hinn sami ekki greiðslufær. Geti sá sem olli þér tjóninu ekki greitt þá væri hægt að sækja um bætur fyrir bótanefnd þolenda afbrota, eitthvað sem þarf að skoða hverju sinni.
Læknamistök, röng sjúkdómsgreining, rangt meðferðarúrræði, mistök við fæðingu eða öllu heldur mistök heilbrigðisstarfsmanna gerast. Hér er ekki við neinn að sakast og því ekki bótaskylda á grundvelli almennra regla skaðabótaréttar. Lög um sjúklingatryggingar eiga að tryggja þessum einstaklingum bætur enda oft á tíðum um verulega hagsmuni að ræða.
Við erum tilbúin að fara yfir málið með þér.
Hélt ég ætti engan rétt af því að ég var í órétti, algjör misskilningur! Hafði sem betur fer samband við Bótarétt og það rétt áður en málið rann út á tíma, sé ekki eftir þeirri ákvörðun enda fékk ég mitt bætt.
Ég var hræddust við kostnaðinn. Aldrei stigið fæti á lögmannsstofu en hafði mínar hugmyndir og þá að bæturnar færu að mestu til lögmannsins, en heldur betur ekki. Hefði komið miklu verr út fjárhagslega ef ég hefði staðið í þessu ein.
Ég datt af hestbaki í frítíma og var frá vinnu vegna meiðsla. Ætlaði aldrei að hafa mig í að láta skoða mitt mál, yrði bara vesen og tímasóun. En lét verða að hringja í þau og viti menn ég var tryggð án þess að vita af því. Gekk fljótt og hratt fyrir sig og ekkert vesen.
Best fannst mér að fá hreinskilin svör á fyrsta fundi hvaða möguleikar væru í stöðunni en ég var einfaldlega orðinn af seinn, harkaði víst af mér bæturnar en samt gott að fá þetta bara staðfest, halda áfram. Ætla ekki að lenda í neinu aftur en ef þá mun ég leita til þeirra strax.
Var búin að vinna í málinu sjálf en gekk alls staðar á vegg, eins og allir væru að halda utan um sína sjóði sem ég var samt búin að greiða í en enginn að benda mér á það. Átti góðan vin að sem var ekki tilbúinn að gefast upp og dróg mig með sér í ráðgjöf hjá Bótarétti. Þá fyrst fóru hlutirnir að ganga.