Spurt og svarað

 • Q

  Hvað er vinnuslys og afhverju skiptir skilgreining þess máli?

 • A
  Með slysi er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem trygður er og gerist án vilja hans. Þeir sem verða fyrir líkamstjóni við vinnu eiga ekki rétt á bótum vegna áverkanna nema þegar um vinnuslys er að ræða. Það er því mikilvægt að atvikum máls sé skilmerkilega lýst þegar vinnuslys er tilkynnt til tryggingafélags, Vinnueftirlitsins og Sjúkratrygginga Íslands.
 • Q

  Hvað er átt við með sök?

 • A
  Menn bera ábyrgð á slysi (tjóni) sem þeir valda á grundvelli svokallaðar sakarreglu, þ.e. þegar ekki er kveðið á um strangari ábyrgð í lögum eða samningi. Eitt af skilyrðum sakarreglunar er að slysinu (tjóninu) hafi verið valdið með saknæmum hætti, þ.e. af ásetningi eða gáleysi.
 • Q

  Hver framkvæmir örorkumatið?

 • A
  Það eru til þess hæfir einstaklingar svokallaðir matsmenn. Þegar um er að ræða örorkumat t.d. vegna vinnuslysa þegar sök er ekki til að dreifa hjá vinnuveitanda eða frítímaslysa er það oftast einn læknir sem framkvæmir matið. Þegar um er að ræða örorkumat t.d. vegna umferðarslysa eða vinnuslysa þegar sök er til að dreifa hjá vinnuveitanda er það oftast tveir menn sem framkvæma matið, tveir læknar eða læknir og lögfræðingur. Oft er það þannig að lögmaður hins slasaða og viðkomandi tryggingafélag koma sér saman um matsmennina. Einnig er sérstök nefnd sem starfar samkvæmt skaðabótalögum, Örorkunefnd, sem getur metið afleiðingar slyssins. Þá er hægt að dómkveðja matsmenn til þess að meta afleiðingar slyssins.
 • Q

  Hvað tekur langan tíma að fá bætur greiddar?

 • A
  Það ræðst fyrst og fremst af eðli þeirra áverka sem um er að ræða í hvert og eitt skipti. Til þess að hægt sé að krefjast bóta vegna slyss er nauðsynlegt að örorkumat hafi farið fram á hinum slasaða. Örorkumat fer oftast ekki fram fyrr en ár er að minnsta kosti liðið frá slysi enda þá fyrst hægt að meta hvort afleiðingar slyssins séu varanlegar.
 • Q

  Hvenær þarf ég að borga lögmanni Bótaréttar ehf. vegna vinnu hans við mál mitt?

 • A
  Fyrsta viðtal þitt hjá lögmanni Bótaréttar ehf. er alltaf frítt. Í langflestum tilvikum er greiðsla til lögmanns gerð upp þegar bætur hafa verið greiddar. Viðkomandi tryggingafélag greiðir stærsta hluta lögmannsþóknunarinnar. Ef engar bætur fást greiddar er engin lögmannsþóknun greidd til Bótaréttar ehf. Ef hins vegar á að láta reyna á málið til að mynda hjá úrskurðarnefnd í vátryggingamálum, úrskurðarnefnd almannatrygginga, gjafsóknarnefnd eða dómstólum er greitt skv. gjaldskrá Bótaréttar ehf., en ekki er farið í slíkt ferli án fyrirfram fengins samþykkis tjónþola.