Umferðaslys


Ef þú hefur orðið fyrir líkamstjóni vegna slyss af völdum skráningarskylds ökutækis í notkun áttu allajafna rétt á bótum óháð því hvort þú hafir verið í rétti eða órétti.

Nánar

Sjóslys


Ef þú hefur orðið fyrir líkamstjóni vegna slyss við störf þín sem sjómaður áttu rétt á bótum með sama hætti og ef um umferðarslys væri að ræða. Þú þarft því ekki að sýna fram á að slysið sé að rekja til atvika sem vinnuveitandi ber ábyrgð á.

Nánar

Vinnuslys


Ef þú hefur orðið fyrir líkamstjóni vegna slyss við störf þín eða á leið í eða heim úr vinnu áttu rétt á bótum úr slysatryggingu launþega sem tryggð er í kjarasamningum. Einnig áttu rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands ef metin örorka er 10% eða hærri.

Nánar

Frítímaslys


Ef þú hefur orðið fyrir líkamstjóni vegna slyss í frítíma þínum áttu mögulega rétt á bótum úr eigin tryggingum enda margir keypt sér heimilis- og fjölskyldutryggingar, greiðslukortatryggingar eða almennar slysatryggingar þar sem frítímaslys eru bætt.

Nánar

Líkamsárás


Ef þú hefur orðið fyrir líkamstjóni sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum eins og t.d. vegna líkamsárásar áttu allajafna rétt á bótum frá gerandanum.

Nánar

Læknamistök


Ef þú hefur orðið fyrir líkamstjóni af völdum meðferðar heilbrigðisstarfsmanns, hvort sem um er að ræða á sjúkrahúsi eða einkastofu, gætir þú átt rétt á bótum samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.

Nánar