Frítímaslys

 

Ef þú hefur orðið fyrir líkamstjóni vegna slyss í frítíma þínum áttu mögulega rétt á bótum úr eigin tryggingum enda margir keypt sér heimilis- og fjölskyldutryggingar, greiðslukortatryggingar eða almennar slysatryggingar þar sem frítímaslys eru bætt. Auk þess kanntu að eiga rétt á bótum úr hendi vinnuveitenda sé hann með frítímatryggingu fyrir starfsmenn sína. Einnig gætir þú átt rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands hafir þú merkt við í þar tilgerðan reit á skattframtali þínu um að þú óskir eftir slysatryggingu við heimilisstörf. Þá getur komið til þess að þú getir sótt bætur úr hendi þriðja aðila ef hægt er að sýna fram á að hann beri ábyrgð á slysinu að hluta eða öllu leyti.  Hafðu samband við lögmenn Bótaréttar og fái ókeypis ráðgjöf um réttarstöðu þína svo að þú fáir þitt.

Uppgjör fer eftir vátryggingarskírteini og skilmálum viðkomandi tryggingar. Algengt er að tjónþoli eigi rétt til endurgreiðslu á sjúkrakostnaði upp að ákveðnu marki, greiðslu dagpeninga vegna tímabundinnar óvinnufærni auk bóta fyrir varanlegar afleiðingar slyssins.

Ef þriðji aðili ber ábyrgð á slysinu fer um uppgjörið eftir skaðabótalögum nr. 50/1993. Bótunum má skipta í tvennt. Annars vegar sækja lögmenn Bótaréttar bætur vegna tímabundinna afleiðinga slyssins og hins vegar bætur vegna varanlegra afleiðinga þess. Bætur sem koma til skoðunar í fyrri flokknum eru bætur vegna tímabundins atvinnutjóns og þjáninga. Í seinni flokknum koma til skoðunar, eftir að svokölluðum stöðugleikatímapunkti hefur verið náð, það er að segja þegar að ekki er gert ráð fyrir frekari bata, bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku.

Tímabundið atvinnutjón: Bætur fyrir tekjutap frá slysdegi og þar til tjónþoli verður vinnufær aftur eða ef ekki er að vænta frekari bata. Sá sem er heimavinnandi getur einnig átt rétt til bóta samkvæmt þessum bótalið enda ber að leggja heimilisstörf að jöfnu við störf utan heimilis.

Þjáningarbætur: Staðlaðar bætur fyrir þann tíma sem tjónþoli telst vera veikur vegna slysaáverkanna.
Varanlegur miski: Staðlaðar bætur með hliðsjón af því hversu miklir slysaáverkarnir eru út frá læknisfræðilegu sjónarmiði svo og með hliðsjón af þeim erfiðleikum sem þeir valda í lífi tjónþola.
Varanleg örorka: Bætur fyrir framtíðartekjutap vegna varanlegrar skerðingar á aflahæfi sem slysaáverkarnir hafa í för með sér og reiknast út frá aldri tjónþola og tekjum hans síðastliðin þrjú ár fyrir slysið. Miðað er við ákveðin lámarkslaun í þeim tilfellum, sem tjónþoli hefur verið tekjulítill síðastliðin þrjú ár fyrir slys.

Hinn bótaskyldi ber einnig að greiða útlagðan kostnað tjónþola vegna þeirrar aðstoðar sem hann þarf að sækja sér vegna slyssins eins og læknisheimsókna og meðferða, lyfja og sjúkraþjálfunar sem og vegna annars fjártjóns.

Lögmenn Bótaréttar leggja sig alla fram við að tryggja það að þú fáir þitt.  Í öllum málum sem koma á borð lögmanna Bótaréttar, eru kannaðar allar leiðir sem varða réttindi skjólstæðinga Bótaréttar í því skyni að hámarka bætur skjólstæðinga Bótaréttar og takmarka með því tjón þeirra.

 

umsagnir

 

Mál mitt var flókið að því leyti að sækja þurfti bætur á marga staði.  Starfsfólk Bótaréttar hélt utan um mál mitt frá A til Ö og leysti með miklum sóma úr öllum þeim úrlausnarefnum sem á reyndi.  Án þeirrar hjálpar veit ég ekki hvað ég hefði þurft að ganga í gegnum til þess að ná fram rétti mínum

Það er erfitt að lenda í slysi og þurfa að bera bæði áhyggjur af því að ná eins góðum bata og mögulegt er og þurfa að auki að hafa áhyggjur af fjárhagslegri framtíð.  Starfsfólk Bótaréttar reyndist mér einstaklega vel við uppgjör á bótum og létti mér lífið með fagmannlegri frammistöðu.

Hjá Bótarétti var einstaklega vel haldið utan um málið mitt og mér var haldið vel upplýstri um allan framgang.  Málið gekk vel fyrir sig og var ég virkilega sátt með þær bætur sem að mér féllu í skaut.