LEITAÐU LÆKNIS STRAX

 

Mikilvægt er að leita strax til læknis til þess að afla sér sönnunar um
áverka. Ef langur tími líður frá slysi og þangað til leitað er læknishjálpar,
getur komið upp vafi á því hvort áverka megi rekja til slyssins. Þá getur
það verið metið viðkomandi til gáleysis að leita ekki læknismeðferðar strax
og tryggja þannig að besta mögulega bata verði náð.

LEITAÐU TIL RÁÐGJAFA

 

Mikilvægt er að tryggt sé að slys sé tilkynnt með réttum hætti.
Sérfræðingar Bótaréttar tryggja að réttum upplýsingum sé komið
á framfæri við rétta aðila á réttum tíma þar sem skiptir einnig miklu
máli að tryggt sé að réttindi glatist ekki m.t.t. til tilkynninga- og eftir
atvikum fyrningarfresta.

MARKVISS GAGNAÖFLUN

 

Mikilvægt er að gagnaöflun, einkum hvað varðar læknisvottorð og
upplýsingaskýrslur um slysið sjálft, sé markviss svo að tíminn fari ekki
til spillis. Þá er einnig mikilvægt að þeim sem orðið hafa fyrir tjóni sé vísað
til sérfræðinga sem hafa þekkingu og reynslu til þess að leggja mat á
afleiðingar slyssins. Bótaréttur hefur greiðan aðgang að hæfustu
sérfræðingum landsins á þessu sviði.

SAMSKIPTI VIÐ GREIÐANDA BÓTA

 

Í flestum málum, sér í lagi þar sem tryggingarfélag er bótaskylt, lýkur
máli með samkomulagi við tryggingarfélag. Ef hins vegar er ágreiningur
um bótaskyldu eða bótafjárhæð þarf að leita atbeina viðeigandi úrskurðanefnda
og/eða dómstóla til þess að fá niðurstöðu.