Dómar og úrskurðir

Hrd. frá 19. janúar 2012 í máli 426/2011 - 19.01.2012

var fjallað um skaðabótakröfu Þ á hendur Norðuráli ehf. Málsatvik voru þau að Þ varð fyrir líkamstjóni við starf sitt hjá Norðuráli ehf. Þegar hann ásamt samstarfsmanni sínum, kom samstarfskonu til aðstoðar þegar bakskautsklemma féll ofan á hana. Varð hann fyrir tjóni við að lyfta bakskautsklemmuni af henni. Hæstiréttur féllst á að Norðurál ehf. bæri skaðabótaábyrgð á tjóni Þ. Talið var að tjón Þ væri bótaskyld afleiðing af þeirri háttsemi sem mætti gera ráð fyrir þegar starfsmenn kæmu samstarfsmönnum, sem yrðu fyrir slysum, til hjálpar, séstaklega vegna þeirrar hættu sem af þessu stafaði. Viðbrögð Þ og samstafsmanns hans hefðu verið til þess fallin að draga úr tjóni samstarfskonu þeirra og því verið í þágu hagsmuna Norðuráls ehf. sem vinnuveitenda hennar. Var bótaskylda Norðuráls ehf. því viðurkennd.