Dómar og úrskurðir

Hrd. frá 16. nóvember 2006 í máli 237/2006 - 16.11.2006

var fjallað um skaðabótakröfu S og D vegna tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna líkamtstjóns dóttur sinnar. Málavextir voru þeir að A dóttir þeirra slasaðist alvarlega í bílslysi þegar hún var 12 ára gömul og greiddi Vátryggingafélag Íslands hf. bætur vegna þess. Foreldranir kröfðust bóta vegna þess tjóns sem þau höfðu orðið fyrir vegna slyss A. Vátryggingafélag Íslands og G, sem valdur var af slysinu mótmæltu kröfu foreldranna með vísan til meginreglu skaðabótaréttarins um að einungis sá, sem slysatburður bitnar beint á, geti krafist skaðabóta úr hendi tjónvalds eða úr ábyrgðartryggingu hans..Vegna dómaframkvæmdar og athugasemda sem fylgdu frumvarpi til skaðabótalaga var fallist á kröfu S og D um bætur vegna tekjutaps sem S varð fyrir fyrstu mánuðina eftir slys A. Þá var að hluta til fallist á kröfu þeirra um endurgreiðslu útlags kostnaðar m.a. fyrir iðju og sjúkrakostnað. Þá var fallist á að greiða þeim bætur að hluta vegna tekjutaps til framtíðar þar sem A myndi aldrei geta staðið á eigin fótum. Þess má geta að lögmaður S og D í málinu var Lilja Jónasdóttir hæstaréttarlögmaður hjá LEX.