Dómar og úrskurðir

Hérd. Reykjavíkur frá 10. maí 2010 í máli nr. E-8578/2009 - 10.05.2010

var fjallað um skaðabótakröfu E vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir í líkamsræktarstöð Þrek ehf. Málsatvik voru þau að E gekk inn um hlið í líkamsræktarstöðina, með þeim afleiðingum að hliðið lokaðist svo E lenti með höfuðið milli vængjahurða sem mynda umrætt hlið. E taldi að rekja mætti slysið til þess að útbúnaður hliðsins hefði verið óforsvaranlegur, hættulegur og leiðbeiningar um notkun þess væru ekki fyrir hendi. Héraðsdómur féllst ekki á að útbúnaður hliðsins hafi verið óforsvaranlegur eða hættulegur en hinsvegar var talið augljóst að hætta skapaðist ef það væri ekki rétt notað. Þar sem miklir hagsmunir voru í húfi var talið nauðsynlegt að veita viðhlítandi aðvaranir og leiðbeiningar um notkun búnaðarins og því fallist á að Þrek ehf. ætti að bera skaðabótaábyrgð á tjóni E sem af þessu hlaust að helmings hlut. Þess má geta að lögmaður E var Björgvin Þórðarson héraðsdómslögmaður.